Fara yfir á efnisvæði

Ráðstefna um orkunýtni í byggingum

03.11.2010

Iðnaðarráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um orkunýtni í byggingum í samstarfi við Orkustofnun, Orkusetur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Neytendastofu og Samtök iðnaðarins þann 11. nóvember næstkomandi.
Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir flytur ávarp og fjallað verður um orkusparnað á Íslandi, varmadælur, orkusparnað í byggingum og upplýsingaskyldu til neytenda um orkunotkun heimilistækja.  Sjá nánari dagskrá hér.

Ráðstefnan er haldin í Orkugarði, Grensásvegi 9 frá kl. 13:00 - 16:00 og er fundarstjóri Helga Barðadóttir, sérfræðingur í iðnaðarráðuneyti.

Allir áhugasamir eru velkomnir og er þátttaka án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.
Skráning: http://www.orkustofnun.is/radstefna-um-orkusparnad  eða hjá Guðrúnu Bjarnadóttur á Orkustofnun, í síma 569-6002.

TIL BAKA