Fara yfir á efnisvæði

Frumherji endurnýjar umboð

30.03.2011

Fréttamynd

Síðastliðinn föstudag þann 25. mars 2011 endurnýjaði Neytendastofa umboð Frumherja hf., Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík, til að annast eftirlit með mælitækjum, en það fer einkum fram með löggildingum.

Gildissvið umboðsins miðast við löggildingarsvið eins og það afmarkast af eftirfarandi reglugerðum:

1.    Reglugerð nr. 254/2009 um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum.
2.    Reglugerð nr. 253/2009 um mælifræðilegt eftirlit með sjálfvirkum vogum.
3.    Reglugerð nr. 1060/2008 um mælifræðilegt eftirlit með mælikerfum fyrir eldsneytisskammtara, tankbifreiðar og mjólk.
4.    Reglugerð nr. 1061/2008 um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum.
5.    Reglugerð nr. 1062/2008 um mælifræðilegt eftirlit með vatnsmælum.
6.    Reglugerð nr. 269/2006 um vínmál og löggildingu þeirra.

Frumherji hf. hefur annast löggildingar í umboði Neytendastofu frá árinu 1997 á vogum, rennslismælum á borð við olíu-, bensín- og mjólkurdælur og vínmálum og frá árinu 2001 á raforkumælum og vatnsmælum.

Með lögum nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn er viðskiptaráðherra, nú innanríkisráðherra, falið að fara með yfirstjórn umræddra mála en Neytendastofa fer með framkvæmd þeirra. Neytendastofu er þó heimilt að fela öðrum umboð til þess að framkvæma eftirlit með mælitækjum, sbr. 17. gr. laga nr. 91/2006, sbr. reglugerð nr. 956/2006 um starfshætti þeirra, sem annast löggildingar mælitækja í umboði Neytendastofu.
Myndin er af Tryggva Axelssyni forstjóra Neytendastofu og Orra Hlöðverssyni forstjóra Frumherja við undirritunina.

TIL BAKA