Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning varðandi Iron Gym

21.03.2013

Fréttamynd

Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda um að hættulegt æfingatæki væri á markaðnum. Um er að ræða Iron Gym upphífingastöng sem seld er í versluninni Hreysti. Kvörtunin barst í kjölfar slyss sem varð þegar notandi féll aftur fyrir sig við það að tækið losnaði af dyrakarmi. Neytendastofa taldi Hreysti sýna fram á að tækið uppfyllti öryggiskröfur um festingar. Til að auka öryggi tækisins frekar lét framleiðandi Iron Gym útbúa öryggiskróka sem viðskiptavinum er boðið að kostnaðarlausu. Ennfremur bætti framleiðandinn við leiðbeiningar með æfingatækinu að dyrakarmur þurfi að vera flatur og að minnsta kosti 1cm að þykkt.

Þó að festingarnar hefðu þótt fullnægjandi kom í ljós að merkingar með tækinu voru rangar. Kom fram í leiðbeiningum og á umbúðum að hámarksþyngd notenda séu 136kg.  Samkvæmt prófunarskýrslum er hármarksþyngd notanda 100kg.  Neytendastofa telur því mikilvægt að benda á að hámarksþyngd notenda tækisins er 100kg.

Hreysti hefur lagfært merkingar vörunnar þar sem kemur fram að hámarksþyngd notenda séu 100 kg og að nauðsynlegt sé að fylgja leiðbeiningum við uppsetningu tækisins. Hreysti hefur jafnframt útbúið nýjar  íslenskar leiðbeiningar með tækinu sem eiga að fylgja öllum seldum eintökum af vörunni. Þar kemur fram hvað ber að varast, hvernig á að nota tækið, hvernig á að setja það upp og á hvernig dyrakarm það hentar.

Hægt er að fá leiðbeiningarnar fyrir tækið hjá Hreysti.

Til að nálgast öryggisfestingar og/eða leiðbeiningar þarf að hafa samband við verslunina Hreysti.

TIL BAKA