Fara yfir á efnisvæði

Notkun V.D. Hönnunarhúss á heitunum Volcano Design og Volcano Icelandic Design

28.12.2011

Volcano Iceland ehf. -leitaði til Neytendastofu vegna notkunar V.D. Hönnunarhúss ehf. á heitunum Volcano Design og Volcano Icelandic Design. Taldi Volcano Iceland að notkunin gæti valdið ruglingi við Volcano Iceland enda séu vörumerkin bæði notuð fyrir hönnun á tískufatnaði.

Orðið volcano þýðir eldfjall eða eldstöð og ljóst að það heiti er mjög einkennandi fyrir Ísland. Þó svo heitið sé ekki beint einkennandi fyrir starfsemi fyrirtækjanna er heitið almennt heiti og eðlilegt að það sé notað til þess að vekja athygli á íslenskri hönnun. Telja verði útilokað að heitið fengist skráð sem orðmerki enda bæði fyrirtækin fengið heitið skráð sem myndmerki hjá Einkaleyfastofu. Heitið getur því ekki notið einkaréttar. Var því niðurstaða Neytendastofu sú að notun V.D. Hönnunarhúss á heitunum Volcano Design og Volcano Icelandic Design væri ekki brot á lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA