Opinn raforkumarkaður
29.12.2005
Frá 1. janúar 2006 verður raforkumarkaðurinn frjáls og geta neytendur keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa. Á heimasíðu Neytendastofu hefur verið opnaður vefur með leiðbeiningum til raforkunotenda og reiknivél þar sem neytendur geta séð hvar hagkvæmast er að kaupa raforku hverju sinni.
Iðnaðarráðherra hélt blaðamannafund í dag þar sem breytingar á raforkumarkaði voru kynntar. Fréttatilkynning Iðnaðarráðherra