Heimsókn nemenda í neytendamarkaðsrétti
23.11.2009
Föstudaginn 20. nóvember s.l. fékk Neytendastofa heimsókn frá meistaranemum í neytendamarkaðsrétti við Háskólann í Reykjavík. Neytendastofa hafði áður kynnt fyrir nemendunum verkefni stofnunarinnar og það lögbundna eftirlit sem hún sinnir. Í heimsókninni var nemendunum því sýnt kílógrammið og metrinn auk þess sem þeim var sýnt hvernig lögmælingar fara fram. Þá voru þeim sýnd húsakynni stofnunarinnar og áttu þau almennar umræður um neytendavernd hér á landi við starfsmenn hennar.