Fara yfir á efnisvæði

Viðskipti með gull

24.08.2011

Fréttamynd

Vogir sem eru notaðar til að kaupa og selja gull eru löggildingaskyldar. Með því er verið að tryggja að vogirnar vigti rétt. Hjá Neytendastofu er núna í gangi eftirlit með vogum sem eru notaðar í viðskiptum við að kaupa og selja gull. Í úrtakinu reyndist enginn vog vera löggilt. Neytendastofa hvetur þá sem eiga í slíkum viðskipti að athuga hvort þær vogir sem eru notaðar séu með gilda löggilding.

Einnig er bent á að hægt er að sjá á hreinleikstimpli skartgripsins hversu mikið hlutfall er af hreinu gulli í vörunni. Sem dæmi ef hreinleikastimpillinn er 585 þá inniheldur varan 58,5% af hreinu gulli. 

TIL BAKA