Myndbönd og geisladiskar um rafmagnsöryggi
22.02.2005
Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hefur gefið út tvær myndir um rafmagnsöryggi. Önnur myndin fjallar um hættur af völdum rafmagns á heimililum og rafmagnsöryggi almennt en hin sýnir dæmigerðan bruna sem verður vegna eldavélar.
Myndirnar eru til á myndbandi og geisladiski og eru ætlaðar til fræðslu um rafmagnsöryggi, sérstaklega í skólum.
Áhugasamir geta fengið myndband eða geisladisk hjá rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu sér að kostnaðarlausu. Hafið samband með tölvupósti eða í síma 510 1100.