Fara yfir á efnisvæði

Framleiðslugalli í Hummer H3

28.06.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá General Motors, framleiðanda Hummer H3. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum milli 2006 og 2010, módel e13*2001/116*0209*00, týpu GM345. Ástæða innköllunarinnar er sú að öryggiskrækja sem heldur vélarhlífinni niðri getur brotnað, eða í hana komið sprunga, sem getur valdið því að hún losni á meðan bifreið er á ferð.

Enginn umboðsaðili er fyrir Hummer bifreiðar hér á landi en Neytendastofa bendir eigendum á að snúa sér til bifreiðaverkstæða til að láta laga krækjuna til að tryggja að hún losni ekki.

Sjá Rapex tilkynningu hér

TIL BAKA