Fara yfir á efnisvæði

Firmaheitið og lénið Northwear ekki villandi

14.09.2011

Drífa ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Northwear ehf. á léninu northwear.is og orð- og myndmerki á heimasíðu Northwear. Taldi Drífa að hætta væri á ruglingi við vörumerkið NOR WEAR sem Drífa er rétthafi að.

Neytendastofa taldi að enda þótt starfsemi beggja fyrirtækja tengdist fatnaði yrði ekki hjá því litið að Northwear selur einkennisfatnað til fyrirtækja en Drífa selur útivistarfatnað til neytenda. Heildarútlit merkjanna væri einnig það frábrugðið að ekki væri hætta á ruglingi milli merkjanna. Orðið wear væri almennt orð og merking orðanna north og nor væri ólík. Þá var hvorki talið að firmaheitið og merkið gæti gefið til kynna tengsl milli fyrirtækjanna né að slíkur ruglingur hefði átt sér stað.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna notkun Northwear á firmanafni sínu og léni.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA