Forstjóri Neytendastofu kjörinn í stjórn Prosafe
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu var kjörinn í aðalstjórn Prosafe á aðalfundi samtakanna 13. nóvember 2013. Prosafe eru samtök stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu sem starfa að eftirliti með öryggi vöru sem er framleidd eða flutt inn á EES svæðið. Á vegum Prosafe eru veittir styrkir til stjórnvalda í aðildarríkjum EES til að vinna að úttektum og skoðunum á öryggi framleiðsluvöru til að tryggja að ekki séu á markaði vörur sem eru hættulegar lífi eða heilsu neytenda.
Árið 2014 er gert ráð fyrir að heildarfjárhæð styrkja á vegum samtakanna nemi um 350 milljónum króna. Aðild að samtökunum eiga öll ESB og EFTA-ríki en auk þess eru ýmis Evrópu ríki áheyrnarfulltrúar í Prosafe. Á skrifstofu Prosafe starfa þrír starfsmenn.
Nánar má lesa um Prosafe hér.