Auðkennið Fasteignasalan Garðatorg
Garðatorg eignamiðlun kvartar yfir skráningu og notkun fasteignasölunnar F.S. Torgs á heitinu „Fasteignasalan Garðatorg“. Garðatorg eignamiðlun heldur því fram að fyrirtækið sé þekkt undir nafninu Fasteignasalan Garðatorg. Notkun F.S. Torgs á heitinu gefi villandi upplýsingar um eignarrétt og ábyrgð með því að gefa í skyn að fyrirtækið sé umbjóðandi Garðatorgs eignamiðlunar.
Í ákvörðuninni var litið til orðasambandsins „Fasteignasalan Garðatorg“ og metur Neytendastofa að orðasambandið sé almenns eðlis og vísi til fasteignasölu sem hafi starfsaðstöðu á Garðatorgi. Því telji Neytendastofa heitið Fasteignasalan Garðatorg samofið þjónustu beggja málsaðila. Þrátt fyrir að notkun heitisins beri með sér vissa ruglingshættu telur Neytendastofa annan aðilann ekki geta notið einkaréttar á því. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.