Fara yfir á efnisvæði

Markaðssetning Símans á Ljósneti Símans ekki villandi.

27.08.2010

Gagnaveita Reykjavíkur kvartaði til Neytendastofu vegna markaðssetningar Símans á Ljósneti Símans. Taldi Gagnaveita Reykjavíkur að markaðssetning Símans á Ljósnetinu væri til þess fallinn að blekkja neytendur þar sem neytendur voru ekki upplýstir um  að hluti Ljósnets Símans er byggður upp af koparheimtaugum.

Að mati Neytendastofu var það ekki villandi af hálfu Símans að kynna neytendum ekki sérstaklega uppbyggingu Ljósnetsins, enda er Ljósnet Símans að mestu leyti byggt á ljósleiðurum. Orðið Ljósnet gæti því að þessu leyti verið lýsandi fyrir þjónustu Símans á gagnatengingu og dreifingu á sjónvarpsefni í gegnum ljósleiðara. Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


 

TIL BAKA