Fara yfir á efnisvæði

Hálsmen innkölluð

15.10.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun hálsmena með rúnatáknum sem hafa verið seld víða um land. Þau eru merkt með hreinleikastimpli 925 en stimpillinn segir til um magn silfurs í vörunni.  Kom í ljós við nánari skoðun að hálsmenin sem tilheyra ákveðinni framleiðslulotu innihalda ekki silfur eins og hreinleikastimpillinn segir til um. Búið er að taka allar þær vörur úr sölu sem mögulega geta verið gallaðar.

Þeir sem eiga hálsmen sem þeir telja ekki vera úr silfri geta séð það á vörunni þar sem menið verður fljótt rauðleitt. Á meðfylgjandi mynd sést hálsmen úr umræddri sendingu og hins vegar hálsmen eins og þau eiga að líta út með réttu magni silfurs. Eigendum hálsmena sem eru með þessum rauða lit er bent á að hafa samband við Alrún Nordic Jewelry eða á www.alrun.is

TIL BAKA