Fara yfir á efnisvæði

Skráning á léninu Libra.is ekki brot

24.11.2011

Libra ehf. leitaði til Neytendastofu vegna skráningar Sigfúsar Sigfússonar á léninu Libra.is. Taldi Libra ehf. að notkun Sigfúsar á léninu trufla viðskipti og skapa rugling fyrir viðskiptavini Libra.

Að mati Neytendastofu er skráningin ekki brot enda ljóst að aðilar málsins eru ekki samkeppni. Einnig lá fyrir að réttahafi lénsins var ekki að nota það í atvinnustarfsemi og féll því sem slíkur ekki undir ákvæði laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ekki var því ástæða til frekari afskipta Neytendastofu í málinu.

Lesa má ákvörðun Neytendastofu nr. 70/2011 í heild sinni hér.

TIL BAKA