Fara yfir á efnisvæði

Íslenskur hlutverkaleikur hlýtur norræn verðlaun

27.10.2005

Hlutverkaleikurinn, sem ber nafnið Raunveruleikur, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um námsefni í neytendamálum sem Norræna embættismannanefndin efndi til í tenglum við Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík þessa dagana.

Raunveruleikur er gagnvirkur hlutverkaleikur sem hannaður er sem námsefni í fjármála- og neytendafræðslu í efsta bekk grunnskóla. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra afhenti sigurvegaranum, Ómari Erni Magnússyni, kennara í Hagaskóla í Reykjavík, verðlaunin í dag.

Raunveruleikur er leikinn á Netinu og tekur heilt skólaár eða 30 vikur að spila. Með Raunveruleiknum eiga nemendur að fá innsýn í þær ákvarðanir sem venjulegur þjóðfélagsþegn þarf að taka á lífshlaupi sínu og hvaða tækifærum og hindrunum hann stendur frammi fyrir í lífinu. Í spilinu felst jafnframt samkeppni því einu sinni í mánuði hlýtur sá bekkur verðlaun sem stendur sig best og fengið hefur flest stig í leiknum. Þá eru einnig veitt verðlaun þegar leiknum lýkur.



 

 

TIL BAKA