Fara yfir á efnisvæði

Víkkun á umfangi faggildingarsviðs kvörðunarþjónustu Neytendastofu frá UKAS

18.07.2006

Þann 4. júlí 2006 gaf breska faggildingarstofan UKAS út nýtt vottorð um faggildingu kvörðunarþjónustu Neytendastofu. Umfang faggildingarinnar víkkaði frá 16. júní og nær nú til kvörðunar F1 lóða (1 mg...20 kg), kvörðunar M1 lóða (1 mg...500 kg), ósjálfvirkra voga með F1 lóðum frá 1 mg til 5 kg, ósjálfvirkra voga með M1 lóðum frá 6 til 500 kg og hitamæla frá -80...550°C.

Vonumst við til að framhald verði á og að innan fárra missera fáist faggilding í kvörðun rakamæla, rúmmálsmæla, raforkumæla, herslumæla, þrýstimæla og hitamæla á vettvangi.

Hjá United Kingdom Accreditation Sverice (UKAS) er hægt að finna upplýsingar um umfang faggildingarinnar með því að slá inn 0823 í reitinn undir Laboratory number.

 

TIL BAKA