Vélaþjónustunni Hálstak.is heimilt að nota lénið halstak.is
18.12.2012
Félagið Háls-tak ehf. kvartaði yfir skráningu og notkun Vélaþjónustunnar Hálstaks.is á léninu halstak.is þar sem hún væri að valda ruglingi við fyrirtæki hans.
Í ákvörðun Neytendastofu var vísað til þess að orðið hálstak væri ekki almennt orð í þeim skilningi sem aðilar nota orðið en fyrri hluti heitisins vísar í báðum tilvikum til aðseturs fyrirtækjanna. Engin gögn lágu fyrir í málinu um að fyrirtækin væru í samkeppni og því var ekki talin ástæða til að banna vélaþjónustunni Hálstak.is notkun á léninu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.