Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar verslanir í Smáralind og Kringlunni

18.07.2011

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá verslunum í Kringlunni og Smáralind. Margar af þeim verslunum sem gerðar voru athugasemdir við bættu merkingar sínar en nokkrar þeirra fóru ekki að tilmælum Neytendastofu. Því hefur Neytendastofa nú sektað þær fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Verslunum ber skylda til að verðmerkja allar söluvörur sínar, jafnt í verslun sem og í sýningargluggum sínum.

Í Smáralind var ástandi verðmerkinga ábótavant í tveimur verslunum og í 13 verslunum í Kringlunni. Ýmist voru söluvörur í verslunum eða í búðargluggum verslana óverðmerktar. Í nokkrum verslunum voru bæði söluvörur í verslun og búðarglugga óverðmerktar. 

Verslununum var öllum gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag en þar sem þær fóru ekki að tilmælum Neytendastofu hefur stofnunin lagt á þær stjórnvaldssektir allt frá 50.000 kr. til 200.000 kr. 

Ákvarðanirnar eru nr. 30/2011, 31/2011, 32/2011, 33/2011, 34/2011, 35/2011, 37/2011, 38/2011, 39/2011, 42/2011, 43/2011 og 44/2011 og má nálgast hér

TIL BAKA