Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest af áfrýjunarnefnd neytendamála

27.07.2010

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 6/2010 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2010. Í ákvörðuninni komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að vaxtaskilmáli á bílaláni frá Avant væri ekki í samræmi við ákvæði laga um neytendalán þar sem ekki var greint frá því með hvaða hætti og við hvaða aðstæður vextir gætu breyst.

Áfrýjunarnefndin féllst á niðurstöður Neytendastofu og taldi síðari upplýsingagjöf um forsendur vaxtabreytinga ekki geta breytt þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna við samningsgerðina.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA