Fara yfir á efnisvæði

Ársskýrsla markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2006

02.05.2007

Neytendastofa annast opinbera markaðsgæslu raffanga. Hún fylgist með rafföngum á markaði, aflar á skipulegan hátt upplýsinga um þau og tekur við ábendingum frá neytendum og öðrum aðilum.

Faggiltar skoðunarstofur annast í umboði Neytendastofu framkvæmd skoðana á markaði í samræmi við gildandi samning hverju sinni, verklagsreglur og skoðunarhandbók Neytendastofu.

Komin er út ársskýrsla markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2006. Þar kemur m.a. fram að farið var í 299 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 9.968 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.

Frá árinu 2003 hefur Aðalskoðun hf annast þessar skoðanir fyrir hönd Neytendastofu og á eftirfarandi hlekk má nálgast ársskýrslu hennar fyrir árið 2006.

TIL BAKA