Fullyrðing Callit.is bönnuð
20.06.2011
Í janúar s.l. bannaði Neytendastofa Callit.is að nota fullyrðinguna „The cheapest way to call global“ í auglýsingum og kynningarefni þar sem fyrirtækið gat ekki sannað fullyrðinguna. Fyrirtækið hætti ekki að nota fullyrðinguna og því tók Neytendastofa ákvörðun um að greiða skyldi dagsektir kr. 50.000 ef ekki yrði farið að ákvörðuninni innan tveggja vikna.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.