Fara yfir á efnisvæði

Nýjar verðmerkingarreglur

21.02.2011

Eitt af hlutverkum Neytendastofu er að gæta að verðmerkingum í verslunum. Til þess hefur stofnunin m.a. gefið út reglur um verðmerkingar sem allir seljendur skulu fara að.

Nú hefur Neytendastofa samið drög að nýjum reglum um verðmerkingar þar sem sameinaðar eru reglur um verðmerkingar og reglur um mælieiningarverð. Ákvæði um verðmerkingar á þjónustu hafa hins vegar verið fjarlægð úr verðmerkingareglum og er því áætlað að gefa út sérstakar reglur um verðmerkingar á þjónustu.

Neytendastofa hefur sent drög að reglunum til umsagnar nokkurra hagsmunaaðila. Þeir sem ekki hafa fengið drögin send til umsagnar en óska eftir því að koma að athugasemdum geta gert það með bréfi til stofnunarinnar, eða tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is. Þess er óskað að í efnislínu tölvupóstsins segi „Umsögn um drög að verðmerkingareglum“. Athugasemdir þurfa að berast stofnuninni fyrir 28. febrúar n.k.

Drögin ásamt greinargerð má nálgast hér.

TIL BAKA