Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

04.04.2011

Með úrskurði 1/2011 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála ákvörðun Neytendastofu nr. 54/2010.  Ákvörðun stofnunarinnar var sú að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar OR á léninu Orkusalan.is. Neytendastofa taldi orðið orkusala mjög almennt og lýsandi fyrir starfsemi aðilanna. Orkusalan gæti ekki notið einkaréttar á orðinu. OR var því ekki bönnuð notkun á léninu.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA