Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

26.08.2011

Með úrskurði 5/2011 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2011.  Í ákvörðuninni var rekstraraðili vefsíðnanna treyjur.com og gjafir.com talinn brotlegur gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu, rafræn viðskipti og  húsgöngu og fjarsölu með því að veita ekki fullnægjandi upplýsingar á vefsíðunum.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA