Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar auglýsingar Skeljungs

22.01.2013

Neytendastofu barst kvörtun frá N1 vegna auglýsinga Skeljungs. Auglýsingarnar komu m.a. fram í dagblöðum og útvarpi og var í þeim fullyrt að með því að nota Shell V-Power gætu neytendur sparað 6 kr. þar sem um væri að ræða 2,4% minni eyðsla á lítra. Var tekið fram að auglýsingarnar væru byggðar á mælingum tveggja íslenskra aðila og fóru mælingar fram hér á landi.

Kvörtun N1 snéri að því að auglýsingarnar væru byggðar á ófullnægjandi mælingum. Þá taldi N1 að í auglýsingunum fælist villandi samanburður. Skeljungur hafnaði kröfum N1 og taldi sig geta lagt fram fullnægjandi gögn til stuðnings mælingunum.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Skeljungur hefði brotið lög með fullyrðingum sínum um 6 kr. sparnað og 2,4% minni eyðslu með notkun Shell V-Power. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar ekki sannaðar og gögn til stuðnings mælingum ekki fullnægjandi. Þá sagði Neytendastofa Skeljung ekki hafa sýnt fram á 6 kr. sparnað með notkun Shell V-Power. Var Skeljungi bönnuð birting umræddra auglýsinga.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA