Fara yfir á efnisvæði

Fræðslufundur um CE-merkingar 29. nóvember 2011

11.11.2011

Fræðslufundur um CE merkið verður þriðjudaginn 29. nóvember n.k. á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Fundurinn er haldinn í tengslum við fræðsluátak sem hefur verið skipulagt af Evrópusambandinu um reglur sem gilda um framleiðslu vöru.

Þátttakendur munu fá allar mikilvægar upplýsingar um CE merkið og merkingu þess. Farið verður m.a. yfir helstu lög og reglur sem gilda um merkið þ.á.m. skyldur framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila.  Hvaða ráðstafanir þurfa fyrirtæki að gera til að þau megi setja CE merkið á vöruna og þýðingu þess á Evrópska efnahagssvæðinu. Felast tækifæri í CE merkingu?

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en óskað er eftir að tilkynnt sé um þátttöku með því að senda tölvupóst  postur@neytendastofa.is.

Dagskrá má sjá hér.

TIL BAKA