Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu
26.09.2007
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 5/2007 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 9/2007. Norðlenska matborðið ehf. kvartaði yfir notkun Matfugls á orðinu nöggar og taldi notkunina brjóta gegn 5. og 12. gr. laga um eftirlit óréttmætum viðskiptaháttum. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða í málinu. Áfrýjunarnefnd telur notkun Matfugls ehf. á orðinu nöggar í hinni samsettu mynd fiskinöggar brot á ákvæðum 12. gr. laga nr. 57/2007 og felldi ákvörðun stofnunarinnar úr gildi.