Brimborg innkallar Ford
17.12.2012
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á alls 22 Ford Escape/Maverick af árgerð 2004.
Ástæða innköllunarinnar er sú að borið hefur á því að bil milli mótorhlífar og hraðastillibarka sé ekki nægjanlegt. Ef ekki er brugðist við því á réttan hátt getur það valdið því að hraðastillibarki festist við inngjöf.
Brimborg hefur nú þegar sent bréftil hlutaðeigandi bifreiðareiganda vegna þessarar innköllunar