BL innkallar BMW
11.10.2012
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 127 BMW bifreiðum.
Um er að ræða E60 Sedan og E61 Touring úr seríu 5 framleidda á tímabilinu 2003-2010 og E63 Coupe og E64 Convertible úr seríu 6 framleiddar á tímabilinu 2004-2011.
Ástæða innköllunarinnar er vegna möguleika á því að tenging milli plúskapall, sem samsettur er undir klæðningu í skotti og kapall undir bíl sem liggur frammí, getur losnað og valdi rafmagnstruflunum og hitnað.
Viðkomandi bifreiðareigendur hafa þegar fengið sent bréf vegna þessarar innköllunar og er viðgerð hafin.