Fara yfir á efnisvæði

Merkingar á sjálfsölum

27.06.2011

Neytendastofa hefur í kjölfar ábendinga kannað merkingar á sjálfsölum  SOS-Barnaþorpa og SÁÁ þar sem sala fer fram á leikföngum.  Flest þessara leikfanga eru það smá að þau henta ekki börnum yngri en 3ja ára. Ástæðan er sú að ung börn hafa þá tilhneigingu að setja hluti upp í munn sér og við það getur skapast hætta á að smágerð leikföng get hrokkið ofan í þau og valdið hættu á köfnun.  Í kjölfar athugasemda Neytendastofu hafa framagreindir aðilar gert lagfæringar og endurbætur á varúðarmerkingum á sjálfsölum sem þeir starfrækja.  Af  þessu tilefni vill Neytendastofa benda foreldrum og forráðamönnum barna að gæta þess að þeim séu aðeins afhent leikföng sem hentar þeirra aldri.

Neytendur geta ávallt komið á framfæri ábendingum til Neytendastofu  ef þeir telja að varúðarmerkingum sé ábótavant.

TIL BAKA