Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Olís um „Opinn skóg“.

15.11.2012

Neytendastofu barst kvörtun frá Skeljungi um að Olís auglýsti að fyrirtækið styrkti verkefni Skógræktarfélags Íslands „Opinn skógur“.

Að mati Skeljungs hefði samstarfsverkefni Olís og Skógræktarfélagsins lokið er Skeljungur og Skógræktarfélagið gerðu með sér samning um það verkefni í maí 2012.

Olís hafði gefið fjármuni til verkefnisins í mörg ár áður en eftir að framangreindur samningur Skeljungs og Skógræktarfélagsins hafði verið gerður og auk þess eftir samningsgerðina. Taldi Neytendastofa að samvinna Olís og Skógræktarinnar væri þess eðlis að til þess að hún verði aflögð verði að gera það með formlegum hætti. Ekki þótti því ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA