Könnun á merkingum leikfanga sem seld eru yfir Netið
Þegar leikfang er keypt handa barni er mikilvægt að hafa þrennt í huga:
- þau uppfylli kröfur sem gerðar eru til leikfanga
- þau hæfi þroska barns
- þau hæfi aldri barns
Ef leikfang er látið í hendur ungi barni getur það reynst barninu jafn varasamt og ef leikfangið væri brotið eða ónýtt. Því er áríðandi að velja og kaupa leikfang sem hæfir aldri og þroska þess.
Þegar neytandi fer út í búð til að kaupa leikfang þá er þetta einfalt, hægt er að meta leikfangið með því að skoða umbúðir, varúðarmerkingar, notkunarleiðbeiningar og í framhaldi af því velja leikfang. Vandasamara er hins vegar að meta leikföng sem eru til sölu á Netinu. Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum getur neytandinn einungis metið viðkomandi leikfang út frá tveim forsendum: myndinni sem birt er af leikfanginu á viðkomandi heimasíðu ásamt upplýsingum um verð.
Markaðskönnun sem framkvæmd var af Norrænum vinnuhóp sérfræðinga um vöruöryggi* staðfestir ofangreint. Skýrslan hefur nú verið birt á heimasíðu Norðurlandaráðs.
Hægt er að fá skýrsluna á Norsku, Ensku (stutt samantekt) auk könnunarinnar sem framkvæmd var á Íslandi.
*Nordisk samarbeidsforum for Produktsikkerhet deltakere fra Island, Norge, Finland, Danmark og Sverige.