Fara yfir á efnisvæði

Vel tekið í ábendingar Neytendastofu meðal sérvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu

17.02.2010

Fréttamynd

Siðla árs 2009 heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 366 sérvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væru í samræmi við lög og reglur. Þessum heimsóknum var svo fylgt eftir dagana 18 – 22. Janúar. Farið var í 104 verslanir sem fengið höfðu bréf frá Neytendastofu til að athuga hvort verslunareigendur hefðu farið að tilmælum um úrbætur.
Það má með sanni segja að þær verslanir sem fengu ábendingu vegna verðmerkinga í verslun hafi haft tilmæli Neytendastofu að leiðarljósi enda var ekki gerð nein athugasemd í seinni heimsókninni.
Einnig var að merkja greinilega vakningu meðal verslunareiganda við ábendingum Neytendastofu um verðmerkingar í sýningargluggum og höfðu allar verslanir nema sjö sem fengu ábendingu eftir fyrri ferðina komið þeim í gott horf. Þær verslanir sem voru enn með vörur óverðmerktar í sýningargluggum voru: BabySam, Joe Boxer og Levi´s í Smáralind, 3 Smárar og Andersen & Lauth á Laugavegi og Anas í Firðinum, Hafnarfirði. Hjá Cintamani á Laugavegi var verðmerkingum í sýningarglugga hins vegar ábótavant.

Neytendastofa mun halda áfram verðmerkingaeftirliti sínu og verðkönnunum og gera athugun hjá fleiri verslunum.  Neytendur geta komið ábendingum á framfæri í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA