Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um dagsektir

02.02.2011

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Sohosól vegna notkunar á heitinu Smarter þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu nr. 51/2010 frá 22. nóvember 2010.

Með ákvörðun nr. 51/2010 taldi Neytendastofa Sohosól brjóta gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu og bannaði félaginu að nota heitið Smarter þar sem það var mjög líkt heitinu Smart og auðvelt fyrir neytendur að ruglast á fyrirtækjunum. Heitið Smarter gæti einnig gefið í skyn að um sé að ræða sama eða nátengt fyrirtæki og Smart. 

Þar sem Sohosól hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin dagsektir á Sohosól að fjárhæð kr. 50.000 á dag að fjórtán dögum liðnum þar til farið yrði að ákvörðun stofnunarinnar. 

Ákvörðun nr. 03/2010 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA