Kvörtun Atvinnueignar vegna firmanafns og léns
08.03.2013
Atvinnueign leitaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Leiguumsjónar á firmanafninu Atvinnueignir. Leiguumsjón hafði einnig skráð lénið atvinnueignir.is
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Leiguumsjónar á heitinu Atvinnueignir vegna sölu á fasteignum til atvinnurekstrar ylli ruglingi á milli fyrirtækjanna tveggja þar sem þau væru starfandi á sama markaði. Atvinnueign ætti betri rétt til heitisins þar sem það sýndi fram á lengri notkun og því var Leiguumsjón bönnuð notkun þess. Af sömu ástæðum var Leiguumsjón einnig bannað að nota lénið atvinnueignir.is.
Ákvörðunina má nálgast hér.