Fara yfir á efnisvæði

Strangar og samræmdar reglur um öryggi leikfanga

07.06.2010

Fréttamynd

Á vettvangi Evrópusambandsins hefur verið samþykkt ný tilskipun nr. 2009/48/ESB um öryggi leikfanga. Tilskipunin kemur í stað eldri tilskipunar nr. 88/378/ESB, um sama efni en ákvæði hennar er að finna í reglugerð nr. 408/1994.  Tilskipunin tekur til allrar vöru sem er „hönnuð og ætluð til að nota í leik barna yngri en 14 ára, annað hvort eingöngu eða að hluta til“. Í tilskipuninni er einnig að finna nánari afmörkun á því hvaða vörur teljast ekki vera leikföng og falla utan við ákvæði hennar t.d. leikvallatæki en um þau gilda hins vegar sérstök og ítarleg ákvæði í reglugerð umhverfisráðuneytisins nr. reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.
Skylt er að innleiða ákvæði hinnar nýju tilskipunar hér á landi eigi síðar en 20. janúar 2011. Í tilskipuninni eru einnig ný og mun strangari ákvæði varðandi efnainnihald í leikföngum sem þykja nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að í leikföngum sé að finna efni og efnablöndur sem geta verið skaðleg börnum, t.d. krabbameinsvaldandi eða valdið skaða á æxlunarfærum, o.fl. Strangari ákvæði um efnainnihald leikfanga er skylt að lögleiða eigi síðar en 20. júlí 2013.

Texta hinnar nýju tilskipunar og nánari upplýsingar á ensku má sjá hér.

TIL BAKA