Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku. 6-15

11.05.2010

Fréttamynd

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:

 

1. Innflytjandi í Þýskalandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum seglaborð/málarasett þar sem varan inniheldur eiturefni sem eru hættulegt heilsu barna. Vöruheitið er BSM Enterprise, sjá upplýsingar og mynd í tilkynningu nr.0169/10  Framleiðsluland er Kína. Varan er ekki CE-merkt né samræmist hún leikfangatilskipun eða Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

2. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á leikfangagleraugum þar geta valdið skaða á augum og hættu á köfnun. Vöruheitið er Yuan Huang. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér sbr. tilkynningu nr. 0176/10.  Framleiðsluland er í Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

3. Tekið hefur verið af markaði í Þýskalandi leikfangagrímur þar sem þær innihalda eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Funpack. Samanber tilkynning nr. 0180/10.  Framleiðsuland er Kína. Varan er ekki CE-merkt og  samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

4. Innkallað hefur verið frá neytendum í Finnlandi leikfangabolti sem inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Softis. Nánari upplýsingar má finna hér í tilkynningu nr 0190/10. Framleiðsluland er Kína. Varan er ekki CE-merkt og  samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

5. Innkallað hefur verið frá neytendum í Finnland grímubúningurinn „Cinderella Super Deluxe“ þar sem á honum eru bönd sem valdið geta kyrkingu og ytri meiðslum. Vöruheitið er Disney Cinderlela. Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu nr. 0211/10.  Framleiðsluland er óþekkt. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

6. Innflytjandi á Bretlandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum trélest með dýrum þar sem á leikfanginu er smáhlutir með seglum sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun og innvortis meiðslum. Vöruheitið er Orange Tree Toys. Sjá tilkynning nr. 0214/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

7. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á plastleikföngum. Leikfangið inniheldur smáhluti sem geta auðveldlega brotnað og valdið köfnun, þeir innihalda eiturefni og auk þess sem hætta er á að barn klemmi sig. Vöruheitið er ApaxT. Sjá nánari upplýsingar í tilkynning nr. 0227/10.  Framleiðsluland er Tælandi. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

8. Innkallað hefur verið frá neytendum og tekið af markaði í Finnlandi læknasett þar sem það inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er My First Creative Playset. Sjá tilkynning nr. 0243/10.  Framleiðsluland er Tælandi. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

9. Innflytjandi í Danmörk hefur sett sölubann  á tuskudýr þar sem á því eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Danplys. Sjá tilkynning nr. 0245/10.   Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

10. Innflytjandi í Póllandi hefur tekið af markaði plastrisaeðlur  „The world of Dinosaurs“ þar sem þær innihalda eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Dausini®. Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu nr 0247/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

11. Innflytjandi í Danmörku hefur hætt sölu á tuskudýri vegna hættu á köfnun. Vöruheitið er Danplys. Samanber tilkynning nr. 0250/10 Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

12. Dreifingaraðili í Svíþjóð hefur innkallað frá neytendum leikfangagíraffa þar sem á því eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Åhlens Parvel. Sjá nánar  tilkynningu nr. 0358/10. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

13. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á hringlu  vegna hættu á áverkum og köfnun. Vöruheitið er Funny Toys. Samanber tilkynning nr. 0400/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

14.  Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á hringlukubbum á þeim eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Mauri Kunnas. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0422/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

15. Innflytjandi í Danmörku hefur hætt sölu á frauðplastmottu þar sem í henni eru smáhlutir sem geta valdið köfnun. Vöruheitið er Young Kids. Samanber tilkynning nr. 0455/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

16. Innflytjandi í Noregi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum tréhund „Wooden Dog – Hit- Pop Dog“ þar sem á leikfanginu eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Gogo Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.   Framleiðsluland er Taiwan. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

17. Stjórnvöld í Noregi hafa tekið af markaði, innkallað frá neytendum og fyrirskipað sölubann á dúkku „doll with dog“ þar sem á henni eru smáhlutir sem geta valdið köfnun. Vöruheitið er Emma.  Samanber tilkynning nr. 0512/10.   Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

18. Stjórnvöld í Noregi hafa tekið af markaði, innkallað frá neytendum og fyrirskipað sölubann á trépúsli þar sem í því eru smáhlutir sem geta valdið köfnun. Vöruheitið er Young Kids. Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu nr. 0537/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

19. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á súkkulaði eggi með leikfangi þar sem leikfangið inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Doghill.  Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu nr. 0641/10.   Framleiðsluland er Úkraína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

20. Söluaðili í Þýskalandi hefur hætt sölu á dúkku „Doll- Lovely Baby“ þar sem hún inniheldur eiturefni sem eru hættuleg heilsubarna. Vöruheitið er óþekkt. Sjá tilkynning nr. 0646/10.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

 

Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.

 

 

TIL BAKA