Fara yfir á efnisvæði

Handfangi breytt á barnavögnum

06.06.2002

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu óskar að koma því á framfæri við kaupendur barnavagna af tegundinni Capri Collection sem eru með stillanlegu handfangi og rauðum hnappi, að hluti af handfangi barnavagnsins hefur verið endurhannaður þar sem hann reyndist ekki uppfylla kröfur.
Komið hefur í ljós að hnappurinn á handfangi barnavagnsins, sem notaður er til að stilla hæð handfangsins, getur brotnað við ákveðnar aðstæður. Til þess að fyrirbyggja slys við notkun barnavagnsins er þeim tilmælum beint til kaupenda vagnsins að þeir hafi samband við verslunina Barnahúsið ehf. sem endurgjaldslaust skiptir rauða hnappnum út fyrir nýjan og endurhannaðan stillihnapp.
Allar frekari upplýsingar veitir verslunin Barnahúsið ehf. Hafnarstræti 99, Akureyri. Sími 462 6030.

TIL BAKA