Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg fjöltengi

15.09.2005

Innköllun á hættulegum fjöltengjum sem seld voru í verslun Ikea á tímabilinu apríl til ágúst 2005 fer nú fram á vegum fyrirtækisins. Sjá nánar á vef Ikea.

Rafföng: Fjöltengi með þremur tenglum (innstungum).

Vörumerki: RABALDER.

Tegundir / Gerðir: Neðan á fjöltengjunum er að finna númerin E0403 og 16648 (Sjá nánar á vef Ikea)

Dreifingaraðili: Ikea.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Verslun Ikea á tímabilinu apríl til ágúst 2005.

Hætta: Hætta á raflosti. Vegna galla í samsetningu hafa rafmagnsvírar orðið fyrir skemmdum.

Hvað eiga eigendur slíkra fjöltengja að gera ?: Eigendur slíkra fjöltengja eiga að sjálfsögðu að hætta notkun þeirra þegar í stað og snúa sér til Ikea (Sjá nánar á vef Ikea).

TIL BAKA