Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkalla bifreiðar

15.11.2012

Fréttamynd

Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Toyota um innköllun á Prius, Corolla og Avensis, alls 2354 bifreiðum. Um er að ræða alls 313 Prius bifreiðar framleiddar á tímabilinu júní 2003 til loka mars 2009, 72 Corolla bifreiðar framleiddar  á tímabilinu júlí 2001 til loka mars 2004 og 1969 Avensis framleiddar á tímabilinu ágúst 2002 til miðja október 2008.
Ástæða innköllunarinnar er að rillur í milliöxli (sem tengir aflstýrið við stýrisvélina) geta slitnað við endurtekið álag eins og þegar stýrinu er snúið harkalega í botn. Slitið getur leitt til þess að samband milli stýrishjóls og stýrisvélar geti rofnað.

Viðkomandi bifreiðareigendum verður sent bréf vegna innköllunarinnar.

TIL BAKA