Notkun Forms og Rýmis á heitinu Rými ekki villandi
Rými - Ofnasmiðjan ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Forms og Rýmis ehf. á heitinu Rými. Taldi Rými Ofnasmiðjan að notkunin gæti valdið ruglingi við vörumerki sitt.
Neytendastofa taldi að þótt fyrirtækin hefðu bæði með höndum smásölu þá sérhæfði Rými – Ofnasmiðjan sig fyrst og fremst í þjónustu tengdri sérhæfðum þörfum fyrir rekstur fyrirtækja- og verslanarýmis en starfsemi Forms og Rýmis beinist fyrst og fremst að almennum innréttingum í hverskyns húsrými. Var það mat Neytendastofu að orðið rými sé svo almennt að ekki sé hægt að veita öðrum aðilanum einkarétt til þess sem hluta orðs í firmaheiti sínu. Neytendastofa leit svo á að þegar litið væri til heildarmyndar og samsetningar auðkennanna yrði ekki ályktað að ruglingshætta væri með þeim.
Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna notkun Forms og Rýmis á heitinu Rými.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.