Fullt út úr dyrum á morgunverðarfundi Neytendastofu og Staðlaráðs
31.10.2005
Morgunverðarfundur sem Neytendastofa og Staðlaráð boðuðu til á Nordica Hótel föstudaginn 28. október s.l. var vel sóttur af fagmönnum á rafmagnssviði. Hátt í hundrað manns sóttu fundinn. Tilefnið var nýr íslenskur staðall, ÍST 200 Raflagnir bygginga. Á fundinum voru haldin fjögur erindi sem fjölluðu um staðalinn og leiðbeiningarit um notkun hans. Stefnt er að því að ÍST 200 komi út fljótlega.