Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2009

13.03.2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum 6. og 9. gr. laga um neytendalán, nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt.

Í skilmálum bankans segir m.a. í 1. gr.:

„Í vexti af höfuðstól skuldar þessarar eins og hann er á hverjum tíma, ber skuldara að greiða breytilega vexti eins og þeir eru ákveðnir að Kaupþingi Búnaðarbanka hf. á hverjum tíma og tekur það jafnt til kjörvaxta hverrar myntar og vaxtaálags. Kaupþingi Búnaðarbanka hf. er heimilt að breyta vöxtum á 3ja mánaða fresti til samræmis við þá vexti sem gilda gagnvart nýjum sambærilegum og/eða hliðstæðum lánum.“

Að mati Neytendastofu uppfyllir framangreindur samningsskilmáli ekki ákvæði 9. gr. laga um neytendalán þar sem ekki komi fram með hvaða hætti vextirnir séu breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist. Kaupþing hefur því ekki gefið lántaka nægar upplýsingar um vexti, sbr. 3. tölul. 6. gr. sömu laga.

Neytendastofa hefur því bannað Kaupþingi að notast við framangreindan samningsskilmála.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA