Örugg notkun trampólína
Löggildingarstofu hefur borist fjöldi fyrirspurna um öryggi trampólína. Í verslunum eru nú til sölu mjög stór trampólín og einnig hefur það færst í vöxt að trampólín eru pöntuð af netinu t.d. frá Bandaríkjunum. Til eru öryggisnet fyrir trampólín. Kaupendur slíkra neta eru hvattir til að lesa leiðbeiningar vel og fylgjast með hvort þau eru að virka sem skyldi. Öryggisnet koma aldrei í veg fyrir öll slys og því er árvekni foreldra mikilvæg.
Þau slys sem hafa orðið hér á landi má fyrst og fremst rekja til þess hvernig trampólínin eru notuð og hvar þau eru staðsett. Hér á landi eru ekki til nákvæmar tölur um slys af völdum trampólína eða í tengslum við notkun þeirra en slysatölur frá Noregi og USA sýna að slysin má fyrst og fremst rekja til notkunar.
Samsetning - viðhald:
1. Lesið ætíð leiðbeiningar vandlega og setjið trampólínið saman í samræmi við þær. Hafðu samband við seljanda ef þú ert í vafa um hvernig eigi að skilja leiðbeiningar um samsetningu og viðhald.
2. Prófið trampólinið áður en notkun þess hefst. Tryggið að festingar, skrúfur og hlífðarpúði séu vel fest. Notið aldrei trampólín sem ekki er með púðum sem hylja gorma, festingar og rammann vel.
3. Fylgist vel með ástandi trampólínsins, sinnið viðhaldi þess reglulega, herðið festingar, lagfærið hlífðardúk, kannið stífleika gorma og þess háttar.
Notkun - staðsetning:
1. Hafið ávallt gott pláss í kringum og fyrir ofan trampólínið. Aldrei má staðsetja trampólín nálægt stétt, malbiki, upp við girðingu, tré eða húsvegg.
2. Staðsetjið trampólínið á mjúku undirlagi, helst á svæði þar sem undirlag er dempandi (aldrei á steyptu undirlagi, malbiki eða á stétt). Ef hætta er á að vindur geti hreyft við trambólíninu er gott að festa það niður.
3. Leyfið einungis einu barni í einu að nota trampólínið. Slysatölur sýna að flest slys eiga sér stað þegar fleira en eitt barn hoppar í einu. Kennið þeim sem nota trampólínið að hoppa í miðju þess.
4. Mikilvægt er að fullorðnir meta færni barnanna og fylgjast þeim með þegar þau eru að leika sér við að hoppa og skoppa. Reynið ekki og leyfið ekki heljarstökk - lending á hnakka eða höfði getur haft alvarlegar afleiðingar.
5. Börn undir 6 ára aldri ættu ekki að nota stærri gerð trampólína. Staðsetjið ekki stiga við trampólínið þar sem slíkt eykur aðgengi yngri barna.
6. Forðist að hoppa á trampólíninu þegar það er blautt.