Fara yfir á efnisvæði

Vörumerkið PACE

23.05.2011

Bergsteinn Ómar Óskarsson kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Bjarna Hilmars Jónssonar á vörumerkinu PACE. Taldi kvartandi að Bjarni hefði auglýst PACE þakefni sem Bergsteinn hefði einn rétt til að nota hér á landi.

Að mati Neytendastofu var málinu ekki beint að réttum aðila þar sem Bjarni var ekki rétthafi lénsins Pace.is. Þá taldi Neytendastofu að einkaréttarlegur samningar milli framleiðanda og einkasöluaðila kæmi ekki í veg fyrir að annar aðili útvegaði sér PACE vörur og selji í samkeppni við einkasöluaðilann.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA