Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

14.11.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai I30. Um er að ræða 262 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.

Ástæða innköllunarinnar er að í sumum I30 (FD/FDe) bílum getur ökumaður upplifað óeðlilegt hljóð (glamur) frá stýrisvél sökum ónógrar herslu á boltum. Verða því bifreiðarnar að koma í uppherslu á þessum boltum.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA