Fara yfir á efnisvæði

Skýrsla nefndar um neysluviðmið

12.10.2006

Starfshópur, sem skipaður var af viðskiptaráðherra árið 2004 til þess að leita svara við þeirri spurningu „hvort framkvæmanlegt sé að semja neysluviðmið fyrir Ísland og hverjir séu kostir þess og gallar“, hefur skilað áliti sínu. Neysluviðmið er viðmið um áætlaðan framfærslukostnað heimila.

 

Í skýrslu starfshópsins kemur fram að útgáfa neysluviðmiðs sé vel framkvæmanleg og þar er lagt til að notuð verði svonefnd útgjaldaaðferð. Jafnframt er lagt til að umsjón og viðhald þessa neysluviðmiðs verði á verksviði Neytendastofu. Nánari upplýsingar um skýrsluna gefur Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.

 

Skýrsla nefndarinnar

TIL BAKA