Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 33-43.
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
1. Söluaðilar í Hollandi hafa hætt sölu á barnahringlu úr tré vegna köfnunarhættu, þar sem litlir hlutir geta losnað af hringlunni. Vöruheitið er I‘m International Co. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning nr. 1140/09. Framleiðsluland er Tæland.
2. Söluaðilar í Póllandi hafa tekið af markaði lögregluleikfangasett vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér nr. 1141/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
3. Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á lyklakippu með áföstu tuskudýri vegna köfnunarhættu sem notkun þess getur orsakað hjá börnum. Vöruheitið er Rasehorn. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1176/09. Framleiðsluland er Þýskaland. Varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
4. Stjórnvöld í Tékklandi hafa fyrirskipað sölubann á leikfangasíma. Vöruheitið er Intercom phone set. Notkun símans getur orsakað heyrnarskaða vegna þess að hljóðstyrkur hans fer allt að 18 db yfir leyfileg hættumörk. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1179/09. Framleiðsluland er Kína.
5. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutning á leikfangi (fljúgandi furðuhlut) úr plasti vegna þess að skrúfublaðið sem tengist leikfanginu getur orsakað slysahættu hjá börnum. Vöruheitið er Sport Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1190/09. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
6. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangasími skuli tekin af markaði. Notkun símans getur orsakað heyrnarskaða vegna þess að hljóðstyrkur hans fer allt að 15 db yfir leyfilegan hættumörk. Vöruheitið er Batman. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynningu nr. 1213. Framleiðsluland er Kína.
7. Stjórnvöld á Spáni hafa fyrirskipað að leikfangalest úr tré skuli tekin af markaði vegna þess að notkun hennar getur orsakað slysahættu hjá börnum. Vöruheitið er Toys"R"Us. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1216/09. Framleiðsluland er Kína.
8. Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið af markaði á leikfangabyssu vegna hættu á heyrnaskemmdum hjá börnum þar sem db styrkur frá leikfanginu fer yfir leyfilegan hljóðstyrk. Vöruheitið er Lone Star. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1221/09. Framleiðsluland er Þýskaland. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
9. Söluaðili í Frakklandi hafa tekið af markaði lyklakippu með áhangandi mjúku tígrísdýri vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er LOGITOYS. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1222/09. Framleiðsluland er óþekkt.
10. Stjórnvöld á Kýpur hafa fyrirskipað að leikfangasnákur skuli tekin af markaði vegna köfnunarhættu. Þegar leikfangið blandast munnvatni þá þenst það út um 50 prósent og getur hindrað öndunarveg barna. Vöruheitið er Magic Aqua Grow. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. sbr. tilkynning nr. 1231/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
11. Söluaðili í Póllandi hefur tekið af markaði dúkku vegna köfnunarhættu. Börn geta auðveldlega náð rafhlöðum úr dúkkunni og gleypt. Vöruheitið er Happy Star. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning nr. 1246/09. Framleiðsluland er Kína.
12. Dreifingaraðili vöru í Slóveníu hefur innkallað frá neytendum tauleikfangasvín vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Hanya. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1252/09. Framleiðsluland er Kína.
13. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa fyrirskipað að grímubúningur skuli tekinn af markaði og innkallaður frá neytendum vegna þess hve eldfimur búningurinn er. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynningu nr. 1150/09. Framleiðsluland er óþekkt.
14. Stjórnvöld í Eistlandi hafa fyrirskipað að plastkrókódíll skuli tekin af markaði vegna slysa- og köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 1282/09. Framleiðsluland er Kína.
15. Dreifingaraðili vöru í Þýskalandi hefur innkallað frá neytendum minnisleik úr tré vegna slysahættu. Vöruheitið er KIK. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning nr. 1302/09. Framleiðsluland er Kína.
16. Innflutningsaðili vöru í Þýskalandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum tréleikfang vegna köfnunarhættu hjá börnum. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1307/09. Framleiðsluland er Kína.
17. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangafíll skuli tekin af markaði vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sbr. tilkynning nr. 1317/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
18. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangabogi með örvum skuli tekin af markaði vegna slysahættu. Vöruheitið er King Archer. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr.1319/09. Framleiðsluland er Kína og varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
19. Innflutningsaðili í Svíþjóð hefur innkallað frá neytendum hlaupahjól fyrir börn vegna slysahættu. Vöruheitið er Cycletrack. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1331/09. Framleiðsluland er Kína.
20. Innflutningsaðili í Danmörku hefur stöðvað sölu á leikbrúðu vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Playmaker Toys. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1333/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
21. Innflutningsaðili í Danmörku hefur stöðvað sölu á handtösku vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Tiger. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. 1336/09. Framleiðsluland er Kína.
22. Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á leikfangabangsa úr ull vegna köfnunarhættu af því að bjöllur sem festar eru á björninn geta losnað. Vöruheitið er Robin de Lac. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. 1339/09. Framleiðsluland er óþekkt.
23. Söluaðili í Frakklandi hefur tekið af markaði leikfangamottu vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Rabbit Series. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. 1340/09. Framleiðsluland er Kína.
24. Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á lyklakippu með áhangandi mjúkum taubangsa vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er PAUL. Nánari upplýsingar og mynd má finnahér, sbr. 1346/09. Framleiðsluland er Þýskaland.
25. Stjórnvöld á Spáni hafa sett sölubann á mottu sem er eins og púsluspil vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Eva. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1379/09. Framleiðsluland er Malasía.
26. Tollayfirvöld á Spáni hafa komið í veg fyrir innflutning á leikfangasverði og byssu vegna köfnunar- og efnahættu. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynningu nr. 1389/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
27. Innflytjandi í Þýskalandi hafa tekið af markaði,innkallað frá neytendum og látið eyða leikfangamús vegna hættu á köfnun. Vöruheitið er Gad kids. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1390/09. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
28. Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað að laserbyssa skuli tekin af markaði og innkölluð frá neytendum vegna hættu á sjónskaða þar sem afl geislans er of mikið. Vöruheitið er Song Zhu. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1391/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
29. Innflutningsaðili í Þýskalandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum óróa (risaeðlu) vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er gaD . Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr.1397/09. Framleiðsluland er Kína. Varna er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
30. Dreifingaraðili í Svíþjóð hefur innkallað frá neytendum flautu sem líkist önd vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Kalle Anka & co (Donald Duck). Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 1434/09. Framleiðsluland er Kína.
31. Stjórnvöld á Spáni hafa fyrirskipað að hringla skuli tekin af markaði vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Eurekakids. Nánari upplýsingar og mynd sjá. tilkynningu nr. 1444/09. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði hér á landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.
Neytendastofa 19. Nóvember 2009.