Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning frá Sony

23.06.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Sony um mögulega hættu af ákveðnum gerðum af sjónvarpstækjum sem framleidd voru fyrir árslok 1990. Í sjónvörpunum eru hitanemar sem hafa orðið lélegri með tímanum og geta ofhitnað og valdið íkveikju. Sony óskar því eftir að neytendur hætti notkun sjónvarpa sem eru eldri en 20 ára og eru af þeim gerðum sem taldar eru upp á lista hjá Sony, sjá hér.

Neytendastofa hvetur eigendur viðkomandi sjónvarpstækja til að kynna sér efni tilkynningarinnar á vefsíðu Sony.

TIL BAKA